<$BlogRSDUrl$>

Sapuoperan: "Tvaer i atjanda..." verdur a dagskra i vetur. Flutt i beinni fra Paris, nanar tiltekid fra atjanda hverfi. Fylgist spennt med!

mánudagur, janúar 26, 2004

Nu snjoar i Paris! Ja og til heidurs stallsystur minni Hildigunni sem a einmitt svo mikid afmaeli i dag! Nu er stelpan bara ordin stor og eg er ekki fra thvi ad taernar a henni hafi bara lengt tho nokkud i nott... Marta og Mummi eru bara heima ad kurast eitthvad nuna, vid afmaelisbarnid a leidinni ut i banka ad borga leiguna. Alfrun er ad skrida inni flugvelina, afangastadur: hin farsaelda fron, um thad bil nuna. Vid erum buin ad hafa thad oged nadugt undanfarna daga og skemmta okkur hid besta. Vid Alfrun forum a tonleika hja Blaise og felogum i Canad Lamath a laugardaginn. Blaise var buinn ad bjoda mer fyrir tho nokkru sidan og eg buin ad tilkynna ad eg kaemi med 4 islendinga undir hendinni. Nu nu, svo fyrir einhvern misskilning og sambandsleysi sima og rugl og vitleysingsgang vorum vid Alfrun allt allt allt of seinar. Tha a eg vid klukkutima of seinar...! Blaise var buinn ad hringja i mig thrisvar og spurja hvar i fjaranum eg vaeri, tha vorum vid Alfrun hlaupandi i hringi, tindar og vitlausar i einhverju okunnu hverfi. Thad undarlega var hins vegar ad their bidu eftir okkur! Ja, tonleikagestir voru bara vinsamlegast bednir ad bida i KLUKKUTIMA eftir tveimur islenskum stelpugreyjum! Nu svo loks fundum vid stadinn og tonleikarnir gatu hafist. Tonleikahusnaedid var einhverskonar voruskemma, tonleikagestir voru svona 15 til 20 og allir drukku puns og bjor. Svona ekki alveg thad sem eg bjost vid. Tonleikarnir voru algjort aedi en hapunkturinn var tho lokalagid. Tha slokktu piltarnir a ljosunum og kveiktu a einu kerti, stodu svo i kringum kertid og spiludu Heyr Himnasmidur. Eg fekk tar i augun, kokk i halsinn, gaesahud og sting i hjartad, svo fallegt var thad. Tha attadi eg mig lika a thvi af hverju their voru ad hafa fyrir thvi ad bida. Their sogdu ad thetta vaeri gjof til min og thad hefdi nu verid alveg ef eg hefdi bara ekkert latid sja mig. Svo var bara drukkinn meiri bjor og puns og allt i theim stil. Ja, eg segi nu bara ekki annad. Svo badu piltarnir ad sjalfsogdu ad heilsa ollum "in Niceland" og skal thvi her med komid til skila. ( Elsa Maria, thu faerd sent knus. Eg skal koma med thad heim)
Nu annars eru stelpur bara katar, aetla ad koma heim til sin, til landsins sins thann 12. mars og tha verdur GAMAN!
Nuna aeltla thaer hins vegar ad fara og borga leiguna og skella ser svo a markad asamt gestunum godu.
Thid hafid thad bara vonandi sem allra allra og ef ekki tha faid thid her med sent tvo stor fadmlog fra tveimur litlum stulkum i Parisarborg.
Bisous
Ska (21) og Sko (21)
A medan Sigridur stallsystir bloggar um raunveruleikann, langar mig adeins ad blogga um oraunveruleikann. Um thann merkilega atburd er henti mig og skotuhjuin Mortu og Mumma....Ja vinir minir, thegar vid saum Soruh Jessicu Parker. Sjaidid til, thetta var annar dagur MogM i Paris. Vid vorum nybuin ad rekast a vinkonu Mortu a netkaffihusi og akvadum ad fa okkur sma gongu ferd medfram Signu til ad jafna okkur a thvi sjokki. Sjaum vid ekki bara allt i einu hvar saman er komin sma mannfjoldi vid Pont Neuf. Allskonar ljosasjitt og kamerur og svo labbar fram hja okkur gaur ad tala i gemsa, sem segir med New York hreimi: She needs the long shirt.....
Man eg tha allt i einu ad eg hafdi heyrt talad um einhverjar upptokur a Sex and the City einmitt her i Paris um thessar mundir. Juju vid faum thad stadfest og akvadum ad bida og athuga hvort einhver stjarna myndi ekki birtast. Vid bidum og bidum og Mummi tekur upp myndavel og addrattarlinsu og er alveg tilbuinn ad mynda stjornurnar i bak og fyrir. Og tha gerist thad. Silfurlitadur Bens rennur i hladid og ut stigur sjalf Carrie Bradshaw i A laga svortu pilsi med raudum doppum, og i Mano Blahnik skonum sinum og rosalegri kapu. Lifverdirnir yta papparazzikollunum burtu og hun gengur nidur troppurnar og litur upp og kallar med fallegum bandariskum hreim BONSJUUUUUURRRRR nokkrum sinnum og litur snoggt til min og Mortu og brosir sinu blidasta. Vid fengum hysteriuhlaturskast i um thad bil 10 min, hringdum i alla sem vid thekktum og vorum i sjokki thad sem eftir var dagsins....en erum ad jafna okkur a thessu smam saman og kannski ad atta okkur a thvi ad thetta er bara edlileg manneskja, orugglega ekkert merkilegri en vid...
En skemmtilegt var thetta engu ad sidur

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Jaeja dregur nu aldeilis til stortidinda, blogg bara tvo daga i rod! Ja kaeru vinir thid erum lukkunar pamfilar ( eg veit nu ekkert hvernig madur skrifar pamfilar, er thad kannski paNfilar nu eda kannski pamfYlar nu eda...) Vid skulum bara segja ad thid seud einhverskonar filar...
Nu, Hildigunnur er semsagt heima ad laera og laera og vera obboslega dugleg en eg tjaist hins vegar af einhverju storfurdulegu eirdarleysi, get bokstaflega ekki setid kjurr, svo tha er bara um ad gera ad skella ser a netkaffid goda! Oh elskurnar, nu bara rignir og rignir her i Paris. Signa (Sigga eins og sumir kalla thessa storbrotnu a) flaedir nanast yfir bakka sina og thad er sko ekkert djok skal eg segja ykkur. Eg veit ad eg er thekkt fyrir ad ykja stundum pinu en ad thessu sinni er su ekki raunin. Hun fer bara ad koma i heimsokn hingad i 18. hverfi ef fer sem horfir! Annars er ekkert fallegra en rigningardagur i Paris. Allir a thonum med marglitar regnhlifar i grau andrumslofti, kaffihusin thettsetin af fronskum kuldaskraefum, sem vita ekki hvad alvoru kuldi og rigning er, med kaffibolla i hendi og blauta regnhlif a stolbakinu. Parisardomur med maskara nidur a kinnar og bissniss-gaejar hlifa gelsleiktu harinu med skjalatoskunni. Hmmm, datt allt i einu i hug ad athuga hvort eg vaeri nokkud med maskara nidur a kinnar... Veit alla vegana fyrir vist ad eg er ekki med gel i harinu ne skjalatosku a hausnum.
Hvad sem thvi lidur tha lidur stelpunum bara vel ( fyrir utan thad ad eg er ad SPRINGA ur eirdarleysi!) Talandi um rigningu tha fer gestunum nu ad rigna yfir okkur. Thad verdur nu aldeilis indaelt ad fa allt thetta somafolk i skapinn. Skapinn, sem verdur sifellt betri og betri og notalegri og notalegri. Thad eru nu ekki allir skapar godir skapar. Thad vita allir sem eitthvad vita um skapa.
Pabbi er aftur gufadur upp. Heldum kannski ad hann vaeri bara dainn. Nei held samt ekki. Einhver snillingur spurdi mig i dag hvort eg vaeri dottir jolasveinsins. Eg svaradi ad bragdi ad eg vaeri tengdadottir hans. Eg held svei mer tha ad hann hafi keypt thad.
Gud minn eini, eg bara skrifa og skrifa eitthvad ut i blainn af thessu orkuflaedi sem rennur i aedum mer. Held eg skelli mer bara ut i rigninguna og labbi mer til kyrrdar.
Ef einhver hefur i alvorunni lesid thetta, tha segi eg bara enn su tholinmaedi!
Ja og eitt herna. Thad er einhver vitleysingur herna sem bidur ad heilsa ollum isbjornunum a Islandi. Their taka thad til sin sem vilja...
Godar og gladar stundir
Ska.

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Elskulegu lesendur.

Vegna mikilla anna og mikils proflesturs hefur bloggid gleymst. Thetta mun lagast a komandi dogum, thvi lofum vid. Semsagt Sigridur skrapp i prof a fostudaginn sl. og eins og hun a kyn til rulladi hun thvi svosem upp. Enda heldum vid matarbod um kvoldid til ad fagna og skruppum svo i afmaeli hja saenskum stylista.... Eg Hildigunnur var i profi adan og fer i annad a fimmtudaginn. Tha er thetta bara buid, bara nokkrir tjillskoladagar eftir. En a fimmtudaginn hefst hin mikla rod heimsokna. Skotuhjuin Marta og Mummi koma alla leidina fra Granada og strax a fostudeginum kemur svo Alfrun saeta. Vid verdum thvi fimm i skapnum og thad verdur alveg rosalegt....en lika skemmtilegt. Eftir ad thau eru farin tokum vid a moti Astu nokkurri fra Esbjerg og hun mun dveljast i nokkra daga hja okkur. Thegar blessunin hun Asta fer, skreppum vid til Bordeaux og dveljumst hja Yrsu og Pascal yfir eina helgi og thau koma til okkar helgina a eftir........


Ja thetta verdur alveg

Hafid thad gott elskulegu vinir um allan heim

Ska og sko

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Hahahahahahaha....nu er netmadurinn alveg buinn ad missa thad. Kominn i koflottar ullarbuxur med gulrotarsnidi! Ja ef hann bara vissi hvad hann er aegilega "ut" eitthvad. Stelpurnar eru nu of medvitadar um tiskustrauma til ad meika thetta o-hlaejandi.
I dag var pizza i matinn og hun var oged god. Ja og talandi um mat, tha var okkur bodid aegilega formlega i matarbod um daginn hja drengjum sem vid konnumst vid. Nu matarbodid var semsagt haldid a nokkurskonar haskoladormi, i eins-herbergis piparsveinaibud i uthverfi einhversstadar. Ekki thad ad piparsveina-ibudir i uthverfum seu eitthvad slaemar svosum...en thid vitid. Nu, vid hofdum ad sjalfsogdu ekkert bordad allan daginn, vorum ad spara okkur fyrir matarbodid sjaidi til. Nu, tha var maturinn lagdur a bordid, ostur (i eintolu nota bene), snakk og mandarinur. Nu, thar kom forretturinn hugsudum vid og akvadum ad belgja okkur nu ekki ut af snakki og osti. Drukkum bara raudvinid i stadinn. Nu svo leid og beid og aldrei kom maturinn, hins vegar fylltist husid allt i einu af hinum ymsu vinum og bratt var ordid margt um manninn en aldrei kom maturinn. Ekki batnadi thad svo thegar kveikt var a sjommarpinu og byrjad ad horfa a fotbolta (thid thekkid okkur Hildigunni, alltaf i boltanum...) og thad sem betra var, einungis 10 min. bunar, 80 min. to go! Nu vid bara skelltum i okkur meira raudvini og heldum hvor annarri felagsskap. Hildigunnur til daemis akvad ad taka lagid "Fadir Abraham og hans synir" vid frabaerar undirtektir vinkonu sinnar sem nanast pissadi i sofan af hlatri sokum faranleika uppataekissins. Um midnaetti heldu svo tvaer sarsvangar stulkukindur asamt bodsholdurum nidur i bae. Tha komst misskilningurinn fljotlega i ljos. Matarbodid atti semsagt ad vera kvoldid eftir, thetta var bara eitthvad svona "tjill a haskoladormi"! Vid semsagt forum aldrei i neitt helv...matarbod thar sem vorum med onnur plon fyrir laugardaginn. Ja eg hef sagt thad adur og eg segi thad enn, thetta var alveg...
Annars erum vid nu bara nokkud hressar og samar vid okkur, bunar ad losna vid blodrubolguna sem herjadi a okkur i sidustu viku. Algjor vidbjodur thad.
Blodrubolga, mandarinur, ostur, "Fadir Abraham"...
Elsku vinir, thad er nefnilega svo mikid thad.
Ska og Sko

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Fimmtudagur i Paris og thad rignir og rignir og rignir og....
Allt er gott, ollum lidur vel. Hildigunnur hefur losnad vid kvefid aegilega enda er ruslid fullt ad pappir. Vid getum okkur til ad hun hafi snytt Hallormstadarskogi og vel thad. Stelpur eru katar og byrjadar aftur i skolanum...og ja.
Pabbi a vid drykkjuvandamal ad strida. Og tha a eg ekki vid fodur minn Kristjan Thorlacius, gud minn godur nei! Pabbi a efri haedinni. Fyrir nokkrum dogum sidan vorum vid ad fara ad sofa i fridi og ro thegar oskur heyrdust utan af gotu. Var thad tha ekki bara Pabbi ad koma heim af barnum, buinn ad fa ser allhressilega i tana, oskrandi a bila og allt og ekkert, bokstaflega skridandi a gotunni. Naesta sem vid vitum er thagar hann hjolar i tvo greyins menn sem fyrir tilviljun gengu fram hja. Their urdu skelfingu lostnir, skiljanlega, og nadu ad hlaupa hann af ser (enda ekki nema von, Pabbi stod nu vart i lappirnar...) Nu, svona tiu minutum sidar heyrist einhver komùa inn um utidyrnar og skella, svo heyrist host og skark og skell og tramp og Pabbi kallinn kemur skridandi upp stigann, buinn ad tyna kapunni sinni (sem var nu reyndar alveg skelfilega ljot). Blessadur kallinn. Svo heyrdist eitthvad skark a efri haedinni, svona lampi-ad-detta-i-golfid-hljod og svo nu-datt-stollinn-lika-i golfid-hljod og svo...grafarthogn. Svona er thetta nu bara vinir minir. Sumir thola bara minna magn af afengi en adrir. Eg segi nu bara ekki meir...
Nu thessi saga dagsins var i bodi ATVR.
Godar stundir
Ska og Sko

mánudagur, janúar 05, 2004

Jaeja kaeru vinir okkar, gledilegt ar, bonne annee og sidast en ekki sist, banani! Hahahahaha, Guess you had to be there... Nu erum vid enn og aftur bara duett vid Skordan. Eftir vidburdarika viku flugu Bjorg og Skuli aftur yfir hafid i morgun. ( Thratt fyrir itrekadar tilraunir tokst okkur einhvern veginn ekki ad lata thau missa af fluginu...) Ja vid hofum svo sannarlega haft thad nadugt. Turistinn var tekinn med trompi og heimsottir stadir sem ekki einu sinni Parisarbuar hafa heimsott ( Tha a eg ad sjalfsogdu vid okkur systur...) Effeil gamli, Signa ( sem eg held nu samt ad heiti Sigga), sigurbogar, meira ad segja tveir, concorde etc.etc.... Nu svo var bara bordad og drukkid og talad og fiflast og hlegid og hlegid meira og um fram allt bara haft thad rosa gott. Sumir versludu fullt fullt af fotum ( Bjorg min, eg nefni engin nofn...) adrir keyptu ser sko+sko+einhver hermannamotel?( Skuli minn, fyrirgefdu ef eg fer rangt med. Eins og thu kannski mannst tha skil eg ekkert i thessu hobbyi thinu...) og svo voru adrir sem bara foru a hausinn! Ja semsagt, fjarhagsstada okkar Hildigunnar hefur verid betri. Annad segi eg ekki. Enda bunar ad halda fin jol og enn finni aramot og thad kostar sko elskurnar ad lata ser lida vel!
Naestu gestir koma semsagt von bradar og thad litur ut fyrir ad thad verdi fullt ut ur dyrum i ruma viku thegar Alfrun, Marta og Mummi koma oll a sama tima! Tha verdur aldeilis katt i hollinni! Og meira ad segja verdur thad i kringum afmaeli eiginmanns mins Hildigunnar svo...
Nu en elsku hjartans thid oll, takk fyrir yndislegar jolakvedjur og gjafir. Thid erud nu alveg!
Og takk, og takk, og takk...
Svo oskum vid ykkur ad sjalfsogdu hjartanlega til hamingju med nyja arid og vonum ad thad beri gaefu og gledi i skauti ser og thokkum lika fyrir thad gamla. Thad var nu aldeilis fyndid og skemmtilegt ar, er thad ekki?
Ast og kossar
Ska og Sko

This page is powered by Blogger. Isn't yours?