Links
Sapuoperan: "Tvaer i atjanda..." verdur a dagskra i vetur. Flutt i beinni fra Paris, nanar tiltekid fra atjanda hverfi. Fylgist spennt med!
miðvikudagur, maí 12, 2004
Æji Hildigunnur, eigum við kannski að hættu þessu bloggrausi? Ég nenni þessu ekki, þetta er svo sorglegt eitthað? Já það er alveg spurning.....
Ska
Ska
laugardagur, maí 08, 2004
Jájájájájájá...! Við rokkuðum Þjóðleikhúskjallarann allrækilega og upp úr öllu veldi í gærkveldi. Ég er nú aldeilis logandi hrædd um það. Semsagt konurnar virtust ánægðar og við skemmtum okkur konunglega. Til þess var leikurinn gerður.
Homos with da Homies mun ekki bregðast aðdáendum sínum og mun því væntanlega endurtaka leikinn. Tekið skal fram að þá verður húsið opið öllum, báðum kynjum...
Blz
Six
Homos with da Homies mun ekki bregðast aðdáendum sínum og mun því væntanlega endurtaka leikinn. Tekið skal fram að þá verður húsið opið öllum, báðum kynjum...
Blz
Six
föstudagur, maí 07, 2004
Já góðan daginn!
Fannst tilvalið að deila því með ferðalöngum á veraldarvefnum að kirkjuorgel er nú komið inn á heimilið. Já eftir langa bið hér á Kleifarvegi 8 náði móðir mín einhvernveginn í ósköpunum í gamalt kirkjuorgel úr Reynistaðarkirkju og plantaði því hér í forstofuna. Eins og mágur minn benti réttilega á var náttla mikil vöntun á orgeli inn áheimilið þar sem fyrir er aðeins flygill, 4 gítarar, eldgamalt sello, harmonikka, trommur, 2 melodikkur, milljón flautur af ýmsum gerðum....
Og semsagt núna, akkurat núna, klukkan hálfellefu á föstdagsmorni situr móðir mín handan við vegginn og spilar sálma á nýja kirkjuorgelið og syngur með.
Líf mitt hefur nú breyst varanlega og til muna...
Six
p.s. Hljómsveitin "Homos with da Homies" treður upp á Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Semsagt, Ska og Skö við mækana ásamt G. Láru sem einnig strýkur gítarstrengi, Dísa Marley á trommum og Kidda Rokk á bassa. Nú, að ógleymdum Högna Blondie, gítardreng og eina dreng yfir höfuð...
Athugið, körlum ekki hleypt inn í húsið.
Blz
Fannst tilvalið að deila því með ferðalöngum á veraldarvefnum að kirkjuorgel er nú komið inn á heimilið. Já eftir langa bið hér á Kleifarvegi 8 náði móðir mín einhvernveginn í ósköpunum í gamalt kirkjuorgel úr Reynistaðarkirkju og plantaði því hér í forstofuna. Eins og mágur minn benti réttilega á var náttla mikil vöntun á orgeli inn áheimilið þar sem fyrir er aðeins flygill, 4 gítarar, eldgamalt sello, harmonikka, trommur, 2 melodikkur, milljón flautur af ýmsum gerðum....
Og semsagt núna, akkurat núna, klukkan hálfellefu á föstdagsmorni situr móðir mín handan við vegginn og spilar sálma á nýja kirkjuorgelið og syngur með.
Líf mitt hefur nú breyst varanlega og til muna...
Six
p.s. Hljómsveitin "Homos with da Homies" treður upp á Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Semsagt, Ska og Skö við mækana ásamt G. Láru sem einnig strýkur gítarstrengi, Dísa Marley á trommum og Kidda Rokk á bassa. Nú, að ógleymdum Högna Blondie, gítardreng og eina dreng yfir höfuð...
Athugið, körlum ekki hleypt inn í húsið.
Blz
sunnudagur, apríl 18, 2004
Æi... ég veit aldrei hvað ég á að skrifa á þetta blessaða blogg lengur, eins og glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir.... Þetta er nú meiri vitleysan. Svo eru einhverjir að hnussa eitthvað yfir nafninu, Stelpurnar í París, þar sem við erum nokkuð greinilega komnar heim og svona...já... Ég veit samt ekki. Mér finnst þetta nú bara eiginlega frekar fallegt nafn og svona einhvern veginn laust við tilgerð og plat. Hvernig sem allt fer þá er þetta mín skoðun...
Á föstudagskvöldið missti ég húslyklana mína á gólfið á Dillon með mjög dramatískum og dularfullum hætti. Nema hvað, hún Björg tók á honum stóra sínum, beygði sig niður og rétti þá í hendur þakklátum eiganda sínum sem brosti og þakkaði Björgu björgina lykla sinna...
Já, hún Björg sko...
xxx
Ska
Á föstudagskvöldið missti ég húslyklana mína á gólfið á Dillon með mjög dramatískum og dularfullum hætti. Nema hvað, hún Björg tók á honum stóra sínum, beygði sig niður og rétti þá í hendur þakklátum eiganda sínum sem brosti og þakkaði Björgu björgina lykla sinna...
Já, hún Björg sko...
xxx
Ska
sunnudagur, mars 28, 2004
Daginn.
Kórárshátíð í gær. Ó mæ god. Ég segi ekki annað.
Færslu lokið. Góðar stundir.
Ska
Kórárshátíð í gær. Ó mæ god. Ég segi ekki annað.
Færslu lokið. Góðar stundir.
Ska
sunnudagur, mars 21, 2004
Hjúkket, ökukennarinn var að hringja. Kemst ekki í kvöld svo öðrum ökutíma STh er frestað um óákveðinn tíma. Þvílíkur léttir! Getur þetta verið eðlilegt, á maður ekki að iða í skinninu af eftirvæntingu að fá að taka í stýrið? Er eðlilegt að vera skíthræddur við einn lítinn saklausann Honda? Ég bara spyr.
Ska
Ska
laugardagur, mars 20, 2004
Já góðan daginn. Jújú, maður er vaknaður fyrir allar aldir á laugardegi, svona eins og gengur... Var semsagt að koma úr mínum fyrsta ökutíma, reynið að toppa það! Já, tilveran er hverful. Þegar Sigríður fékk sér gsm-síma urðu margir hvumsa, en þegar sú hin sama er farin að læra á bíl... nei, heiminum er ekki viðbjargandi. Kúpling, bensíngjöf, bremsa, stefnuljós... Hvaða helv...endemis vitleysa er þetta? Hvernig á maður að gera þetta allt í einu, plús horfa í spegilinn, plús horfa á veginn, plús vera kammó við farþegana plús halda kúlinu ? Mér er spurn. Eftir 45 mín. í ofsahræðslu við sjálfa mig sem og aðra ökuþóra, komst ég nú samt heim og var satt að segja alveg fremur fegin að losna út úr bílnum. Já, það er sem ég segi, heimur versnandi fer.
Lifið heil.
Sigríður Thorlacius gsm-eigandi og verðandi bílstjóri ( vonandi...)
Lifið heil.
Sigríður Thorlacius gsm-eigandi og verðandi bílstjóri ( vonandi...)